Mikil fækkun útibúa

Mikil hagræðing virðist eiga sér stað á útibúaneti bankanna. Þannig hefur útibúum Kaupþings fækkað um fimm talsins á skömmum tíma en á dögunum voru þrjú útibú á höfuðborgarsvæðinu sameinuð í eitt. Þá hvarf allt útibúanet SPRON á einu bretti þegar sparisjóðurinn fór í gjaldþrot. Á síðasta ári lokuðu tvö bankaútibú í Smáralind og einhver útibúa Landsbankans voru sameinuð.

Það er því miður staðreynd að íslenska bankakerfið er allt of stórt og útibúin of mörg fyrir ekki stærra land. Á meðan lítill vilji er fyrir því að þeir sem nýta sér þjónustu útibúa greiði meira fyrir hana má reikna með áframhaldandi fækkun útibúa. Fækkun útibúa ætti vonandi að skila sér í lægri vaxta- og þjónustugjöldum. Eða hvað?


mbl.is Kaupþings-útibúum fækkað á landsbyggðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband