Færsluflokkur: Íþróttir

Ný stjarna?

Gylfi Sigurðsson hefur leikið eins og engill undanfarnar vikur og minnir mann á köflum á Lampard og Gerrard þegar hann mundar byssurnar. Það er alltaf gaman að sjá íslenska leikmenn springa út og eins og gerst í tilviki Gylfa sem hefur farið á kostum gegn úrvalsdeildarliðunum í bikarnum.

Svo er ekki síður athyglisvert að fimm Íslendingar spiluðu á Madejski Stadium í dag. Hefur það gerst í enska boltanum að svo margir Mörlandar hafi komið við sögu í einum og sama leiknum?


mbl.is Gylfi hetja Reading
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Byssurnar koma víða við

Ég man ekki að nokkur NBA-leikmaður hafi verið settur í ótímabundið keppnisbann. Þetta gæti mögulega þýtt að stigamaskínan Arenas, sem hefur nánast ekkert leikið undanfarin ár, spili lítið það sem eftir ifir keppnistímabilsins.

Framherjinn Kermit Washington var dæmdur í 26 leikja bann fyrir að hafa nærri drepið Rudy Tomjanovich í leik árið 1977 og Latrell Sprewell fékk 68 leiki í bann fyrir að hafa gert góða tilraun til að kyrkja þjálfara sinn á æfingu árið 1997. Sprewell, sem leiddi m.a. Knicks í úrslitin 1999, gerði gott betur og hótaði að snúa til baka inn í salinn með byssu.


mbl.is Stern fékk nóg og setti Arenas í keppnisbann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stigametið í hættu

Sennilega hefur enginn leikmaður í nokkur ár átt jafngóða möguleika að slá stigamet Kareem Abdul-Jabbars og Kobe Bryant. Vöðvabúntið Karl Malone komst ansi nálægt því en hann vantaði aðeins tvö þúsund stig í Jabbar og þá hefði Michael Jordan auðveldlega slegið stigametið hefði hann ekki asnast til að taka sér frí til þess að stunda hafnabolta og golf áður en hann lagði skóna endanlega á hilluna.

Bryant er á hátindi ferilsins og á eftlaust 2-4 góð ár eftir. Á ferlinum hefur hann skorað 25 stig að meðaltali í leik og ef hann heldur uppteknum hætti tæki það hann tæp sjö heil keppnistímabil að fara upp fyrir goðsögnina Jabbar. Erfiður áfangi en alls ekkert óhugsandi.


mbl.is Bryant þokaði sér upp fyrir Jabbar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tekur Súperman við T-Wolves?

Það verða gleðitíðindi fyrir NBA-áhugamenn ef Kurt Rambis tekur við stjórnun Minnesota Timberwolves eins og sumir fjölmiðlar vestanhafs fullyrða. Rambis var sérkennilegur leikmaður sem var þekktur af yfirvaraskeggi, þykkum gleraugum og ódrepandi keppnishörku. Hann gat (eða reyndi) spilað vörn, sem fleytti honum langt í gullaldarliði Lakers á 9. áratugnum, en sóknarhæfileikarnir voru hins vegar litlir sem engir og þar átti viðurnefnið "Superman" varla við.

Ég man alltaf eftir ógleymanlegu atviki þegar Rambis var keyrður niður af Kevin McHale í NBA-úrslitunum 1984. Þetta hrottalega brot var að sumra mati ástæðan fyrir endurkomu og sigri Boston í einvíginu.

 

 

Það væri kaldhæðnislegt ef Rambis tæki við þjálfarastarfi Timberwolves af McHale sem var látinn taka pokkann sinn í sumar.


Jason Kidd kemst í fríðan flokk

Jason Kidd, leikstjórnandinn knái hjá Dallas Macs, gaf í nótt sína tíu þúsundustu stoðsendingu á ferlinum og varð þar með fjórði leikmaðurinn í sögu NBA til að ná þeim áfanga. Hinir eru John Stockton, Mark Jackson og Magic Johnson. Kidd ætti að fara fljótlega yfir Jackson og Johnson en mun þó aldrei ná Stockton sem gaf rúmlega 16 þúsund stoðsendingar á ferlinum!

Kidd er magnaður leikmaður; hann er afburða frákastari fyrir leikmann sem er ekki nema 193 sm og boltaþjófur af Guðs náð. Og hann virðist vera í fullu fjöri þrátt fyrir að nálgast sitt 36. aldursár. 


mbl.is James tryggði sigur - Lakers tapaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband