Stigametið í hættu

Sennilega hefur enginn leikmaður í nokkur ár átt jafngóða möguleika að slá stigamet Kareem Abdul-Jabbars og Kobe Bryant. Vöðvabúntið Karl Malone komst ansi nálægt því en hann vantaði aðeins tvö þúsund stig í Jabbar og þá hefði Michael Jordan auðveldlega slegið stigametið hefði hann ekki asnast til að taka sér frí til þess að stunda hafnabolta og golf áður en hann lagði skóna endanlega á hilluna.

Bryant er á hátindi ferilsins og á eftlaust 2-4 góð ár eftir. Á ferlinum hefur hann skorað 25 stig að meðaltali í leik og ef hann heldur uppteknum hætti tæki það hann tæp sjö heil keppnistímabil að fara upp fyrir goðsögnina Jabbar. Erfiður áfangi en alls ekkert óhugsandi.


mbl.is Bryant þokaði sér upp fyrir Jabbar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Emmcee

David Stern sendi Jordan í "frí" sumarið 1993 fyrir ítrekuð brot á gambling reglum NBA deildarinnar.  Segi það og skrifa!

Emmcee, 20.11.2009 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband