Stjórnendur selja á tombóluverði

Það sem fylgir ekki þessari frétt er það gengi sem viðskiptin fóru fram á. Gengið var 88 krónur á hlut sem er töluvert undir síðasta markaðsgengi og langt undir einum dollara á hlut sem hefur verið nefnt sem hugsanlegt yfirtökugengi danska fjárfestingarsjóðsins William Demant og einkaframtakssjóðs í Bretlandi, eins og kom fram í frétt AMX.is í síðustu viku.

Nú hefur skuldafen stjórnenda orðið til þess að þeir verða að selja á verði sem er óneitanlega lágt og spyr maður því hvort eitthvað verði af yfirtöku á einum dal á hlut?

Haraldur Yngvi Pétursson hjá IFS greiningu telur að einn dalur á hlut (u.þ.b. 114 krónur) sé of lágt yfirtökuverð fyrir Össur þegar félagið er borið saman við sambærileg félög. Nær væri að horfa á allt að 1,2 dollara.

Össur er eitt frambærilega fyrirtæki landsins um þessar mundir. Verður "Íslands eina von" selt á brunaútsölu til erlendra fjárfesta?


mbl.is Stjórnendur Össurar selja hlutabréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það væri hræðilegt að missa Össur úr landi, en ég sé ekki stefna í neitt annað eftir þetta.

Þór (IP-tala skráð) 24.3.2009 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband