RÚV hættir með barnatímann að sögn Vísis

Nú má markaðsliðið í Osta- og smjörsölunni, Mjólkursamsölunni og Sláturfélagi Suðurlands vara sig. Væntanlega heyra Svalakrakkarnir sögunni til sem og ostadrengurinn Gotti  og Klói kókamjólkurtígur. 

En getur verið að RÚV ætli að ganga skrefinu enn lengra með því að hætta að sýna barnaefni á annatíma til þess að forða æskulýðnum frá óþarfa áreiti og skaðlegum áhrifum barnaefnis? Svo mætti ætla ef lesinn er myndatexti með þessari Vísisfrétt. Þá eru Stundin okkar og Brúðubíllinn minningin ein.

Vísir, 24. mar. 2009 17:41

RÚV hættir auglýsingum í kringum barnaefni

mynd
RÚV ætlar ekki að sýna barnaefni á tímum þegar börn eru helst að horfa.

Ríkisútvarpið mun hætta birtingum auglýsinga í kringum barnaefni í Sjónvarpinu. Þetta var ákveðið á stjórnarfundi RÚV ohf. í dag.

Samþykkt var að engar auglýsingar megi birta í tengslum við barnaefni sem sýnt er þegar líklegt er að börn horfi ein á sjónvarp fyrir klukkan sex á daginn. Í tilkynningu frá RÚv segir að um tímamótaákvörðun sé að ræða þar sem auglýsingar hafi verið sýndar við barnaefni allt frá því að Sjónvarpið hóf göngu sína árið 1966.

Þá segir RÚV jafnframt að með þessu vilji fyrirtækið ganga fram með góðu fordæmi í því að sporna við markaðsvæðingu sem snýr að börnum.


mbl.is Engar auglýsingar í tengslum við barnaefni í Sjónvarpinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband