Nýi Landsbankinn víða umsvifamikill

Á dögunum stofnaði Nýi-Landsbankinn fjárfestingarfélagið Horn fjárfestingarfélag, sem stofnað er utan um hlutabréfaeignir í skráðum og óskráðum fyrirtækjum sem fluttust frá gamla Landsbankanum. Lítið hefur farið fyrir þessu félagi en meðal eigna þess eru hlutabréf í erlendum fjármálafyrirtækjum og stofnunum. Reikna má með að stærstu eignarhlutirnir liggi í 19% hlut í Marel og ríflega fjórðungshlut í Eyri Invest sem er að stærstum hluta í eigu Eyrisfeðga. Marel og Eyrir eru nátengd þar sem það síðarnefnda er stærsti hluthafinn í Marel með 40% hlut og á þar að auki fimmtungshlut í Össuri. Þannig er beinn og óbeinn hlutur ríkisins um 30% í Marel, einu framsæknasta fyrirtæki landsins. Væntanlega má einnig reikna með að hlutur NBI í Promens færist yfir í Horn.

Einnig má reikna með að þessi nýi sjóður taki yfir hlutabréfaeign NBI í sænska innheimtufyrirtækinu Intrum Justitia og Oslo Børs, norsku kauphöllinni og verðbréfaskráningunni. Það vekur athygli mína að erlendar eignir sem þessar skuli hafa færst úr gamla Lansanum yfir í þann nýja. Það verður einnig að teljast athyglisvert að íslenska ríkið, sem á ekki lengur hlut í dótakauphöllinni íslensku, haldi utan um 6,5% hlut í Kauphöllinni í Osló.

Kaupþing hefur einnig stofnað sambærilegt félag og Horn, sem kallast Eignasel. Stofnun Horns og Eignasels gefur e.t.v. vísbendingu um að gömlu viðskiptabankarnir hafi ekkert allt of mikinn áhuga að setja eignir sínar í "Rauðku", risasjóðinn ESF, og vilji sjálfir hafa hönd í bagga við endureisn og úrlausn þeirra vandamála sem stærstu fyrirtækin í landinu standa frammi fyrir.


mbl.is Uppboð á Landsbankadóti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband