Stríðskostnaður atvinnuleysisins

Það er með ólíkindum hversu lítil umræða hefur farið fram um væntanlega 1,6 prósentustiga hækkun tryggingagjalds sem á að skila ríkissjóði tólf milljörðum króna á næsta ári. Eins og margir muna, a.m.k. atvinnurekendur, var tryggingagjald hækkað um mitt þetta ár úr 5,34% í 7,0%, eða um 31%. Um næstu áramót fer prósentan í 8,6% og því hefur tryggingagjaldið, sem reiknast á heildarlaun, hækkað um rúm 60% á innan við ári! Fyrir fyrirtæki sem greiðir 100 milljónir í laun á hverju ári hefur breytingin þýtt að launakostnaður vegna aukinna launatengdra gjalda hefur hækkað um meira en þrjár milljónir á nokkrum mánuðum. Það sér hver heilvita maður að þetta getur ekki annað en aukið vanda fyrirtækja, haldið uppi háu atvinnuleysi og lækkað kaupmátt.

Þetta er vítahringur; hækkun tryggingagjalds mun leiða til þess að fyrirtæki draga úr launakostnaði og halda að sér höndum við mannaráðningar. Svarta hagkerfið mun blómstra. Hvernig þetta muni á endanum auka skatttekjur ríkissjóðs er mér hulin ráðgáta.  

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þú gleymir í þessum pisli þínum að það voru atvinnurekendur sem fóru fram á að trygginargjald yrði hækkað í stað auðlinda, umhverfis  og orkugjalda. Talið að þessi hækkun trygginargjalda sé einmitt sniðin að þeirra þörfum þar sem launakostnaður þeirra er til tölu lega lítill hluti útgjalda hjá þeim. Kemur verst níður á minnstu fyrirtækjum þar sem launakostnaður er megnið af útgjöldum. En þetta vildu samtök atvinnulífsins frekar. Sumir segja að þeir séu að reyna að fresta því að taka upp gjöld/skatta sem gætu orðið varanlegir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 22.11.2009 kl. 16:44

2 identicon

Þetta er einfalt mál.

Ég sem atvinnurekandi borga þá bara lágmarkslaun og tek allt út í gegnum arð og borga þar lágmarksskatta og ekkert tryggingargjald eða lífeyrissjóð af því.

Tek það fram að ég hef samviskusamlega borgað öll gjöld og allt af launum og launatengdum gjöldum.

En mitt fyrirtæki ætlar ekki að standa undir Icesave og afleiðingunum af því. Því miður.

Trúið mér, þetta verður raunin hjá flestum og þetta tryggingargjald á eftir að virka þveröfugt.

T.d. á enginn eftir að vilja ráða starfsmenn í vinnu, þetta þýðir að þá verða fleirri atvinnulausir og meira tekið úr tryggingarsjóði atvinnurekenda.

Fannar (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 19:52

3 Smámynd: Eggert Þór Aðalsteinsson

Þetta er laukrétt hjá þér Magnús, að atvinnurekendur, lesist Samtök atvinnulífsins, sem hljóta einn dag að renna saman við LÍÚ, vildu hækkun tryggingagjalds. Hins vegar virðast lítil og meðalstór fyrirtæki hafa lítið að segja innan SA. Harðast bitnar þetta á þjónustu- og verslanafyrirtækjum sem hafa hlutfallslega háan launakostnað, hvað þá á sprotafyrirtækjunum sem búa til ný störf og skapa miklar gjaldeyristekjur.

Eggert Þór Aðalsteinsson, 22.11.2009 kl. 21:08

4 identicon

Þetta er þvílíkt endemis rugl! Einyrkjar, eins og t.d. ég - sem hef mjög lág laun og ekki einu sinni fulla vinnu af mínu basli - virðist í augum þessarar ríkisstjórnar sérstaklega aflögufærir.

Ég er sammála þér Eggert með það að það er undarlegt hve lítið hefur heyrst frá minni og meðalstórum atvinnurekendum, svo ekki sé talað um einyrkja. Ég bloggaði um þetta fyrir nokkru. Þetta er svívirða.

Guðmundur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 22.11.2009 kl. 22:22

5 identicon

Tryggingagjald skilast ekki í ríkissjóð það fer í sjóð sem ASI og SA slefa nú yfir og vilja fá umráð yfir, atvinnuleysistryggingasjóð.

Eigendur eins fyrirtækis leigðu kvóta fyrir 350.000.000 strax eftir úthlutun. Hagsmunatengsl stjórnmálamanna valda því að rískisstjórnin velur frekar að innheimta launatengd gjöld af fátæklingum og reyna hvað þeir geta til þess að færa eignir almennings, sem eru nær eignalausir, til fjármagnseigenda (stéttarfélög, lífeyrissjóðir, þjófarnir úr bönkunum)

Jón (IP-tala skráð) 23.11.2009 kl. 00:47

6 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það eru aðallega stærri fyrirtækin sem mynda SA og reka þau fyrir ríkisframlag.

Einar Guðjónsson, 25.11.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband