Nýr landsins forni fjandi

Það er óvíst um hvort allir fagni efnahagsbatanum í Japan. Fyrir skuldsetta þjóð norður í Ballarhafi kann hagvöxtur í Japan að þýða að skuldafjallið hækki enn frekar með tilheyrandi aukningu vaxtagreiðslna og þrengingum í efnahagslífinu. Erlendar skuldir eru nefnilega að stórum hluta til bundnar japanska jeninu sem hefur auðvitað styrkst í kjölfar fréttanna. Jenið hefur veikst talsvert gagnvart helstu gjaldmiðlum heims á árinu, einkum pundi, Kanadadal og norsku krónunni, og í raun og veru staðið í stað gagnvart krónu.

 Ef hafísinn var landsins forni fjandi fyrr á öldum þá ógnar fátt okkur meira í dag en styrking japanska jensins.


mbl.is Hagvöxtur í Japan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Eins dauði annars brauð.

Finnur Bárðarson, 17.8.2009 kl. 14:35

2 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Japanir gáfu eftir skuldir íslenskra banka...so what is the problem?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 17.8.2009 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband