Þröng staða Eyrisfeðga

Verðfall á hlutabréfamörkuðum og lausafjárkrísan undanfarna mánuði hafa gert stöðu Eyris Invest snúna. Félagið, sem er að stærstum hluta í eigu feðganna Þórðar Magnússonar og Árna Odds Þórðarsonar, er stór hluthafi í tveimur af lífvænlegustu fyrirtækjum landsins, Marel og Össuri. Eyrir hefur lagt allt í sölurnar fyrir Marel, fyrirtæki sem hefur verið undir verulegum þrýstingi á árinu eftir stórar yfirtökur á síðustu þremur árum. Hafa bréf í Marel fallið um tæp 45% mælt í krónum frá ársbyrjun og myndi ég halda að sú lækkun tengdist að nokkru leyti veikri stöðu Eyris.

Eyrir hefur litið á eignir sínar í Marel og Össuri sem langtímaeignir en nú verður ekki betur séð en að félagið verði að losa um fimmtungshlut sinn í síðarnefnda fyrirtækinu og missa það þar með úr landi. Hafa ber í huga að Eyrir þarf að greiða tæpa 13,4 milljarða króna á þessu ári ef marka má árshlutauppgjör félagsins frá því um mitt síðasta ár. Til samanburðar er fimmtungshlutur í Össuri metinn á 6,8 milljarða króna og dugar þannig ekki einn og sér fyrir afborgunum ársins.

Einn helsti samstarfsaðili Eyris er Nýi Landsbankinn sem hefur stutt dyggilega við útrás Marels sem annar stærsti hluthafinn. NBI er jafnframt eigandi 30% hlutafjár í Eyri og hefur því gríðarlega hagsmuni af því að styrkja stöðu Eyris og Marels.

Í þessu sambandi koma jákvæðar fréttir Marel og Össuri á síðustu dögum ekki á óvart. Í tilviki Marels hafa komið fram fréttir um að erlendir fjárfestar hafi áhuga að eignast allt að fimmtungshlut í fyrirtækinu, en stjórn þess fékk á dögunum heimild til að margfalda hlutfé félagsins. Hugsanlega eru þessir erlendu fjárfestar að einhverju leyti kröfuhafar sem eru tilbúnir til breyta skuldum yfir í hlutafé. Þessi fregnir hafa þó haft takmörkuð áhrif á hlutabréfaþróun í Marel.

Á dögunum birtust einnig fréttir um að breskur einkaframtakssjóður og danski fjárfestingasjóðurinn William Demant Holding, stærsti hluthafinn í Össuri, hefðu í hyggju að leggja fram yfirtökutilboð í Össur. Þar kom fram að stjórnendur myndu selja bréf sín á gengi sem var nefnt 1 dalur á hlut, um 115 krónur á hlut. Það þótti Eyrismönnum ekki nóg. Fáeinum dögum síðar neyddust stjórnendur, þar á meðal forstjórinn Jón Sigurðsson, til að selja alls 5% hlut á tombóluverði, 88 krónur á hlut, til William Demant Holding sem ræður nú um 40% hlutafjár og er rétt undir yfirtökumörkum. Stjórnendurnir hafa greinilega verið ansi aðkrepptir fjárhagslega en fyrir þá hlýtur þó að hafa verið skárra að selja á genginu 88 en 74. Voru yfirtökufréttirnar því afar vel tímasettar!

Hins vegar spyr maður sig í hvaða samningsstöðu Eyrir sé gagnvart William Demant fari fram sem horfir að félagið verði að selja hlut sinn í Össuri vegna fallandi virði hlutabréfa í Marel? Er einhver ástæða fyrir William Demant að taka Össur yfir á hagstæðu verði fyrir Eyri og aðra hluthafa í Össuri?


mbl.is Marel lækkar um tæp 7%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband