Hvað segir Jóhanna nú?

Shell ætlar að greiða út aukinn arð þrátt fyrir að hagnaður félagsins hafi dregist saman á milli áranna 2007 og 2008 og starfsmönnum hafi fækkað um tvö þúsund talsins á milli ára. Hvað skyldu Jóhanna og félagar hennar í verkalýðshreyfingunni og á fjölmiðlunum segja nú?

Það liggur fyrir að samkvæmt tillögu stjórnar HB Granda munu arðgreiðslur dragast saman um þriðjung á milli ára. Hluthafar munu fá 8% arð af hlutafé sínu sem getur varla talist ásættanlegt í því vaxtaumhverfi sem við búum við. Á sama tíma hefur fyrirtækið lagt kapp á að halda uppi fullri atvinnu í fiskiðjuverum sínum. Þessi umræða í heild er ákveðið áhyggjuefni því það virðist vera orðið algjört bannorð að fyrirtæki greiði út arð því þá telja margir að fjármagnseigendur séu að stela frá almenningi! Hins vegar er eðlilegt að innlánseigendur og eigendur peningamarkaðsbréfa fái sína vexti og jafnvel bætur fyrir að taka áhættu.

Í stað þess að rausa um siðleysi ættu Jóhanna og aðrir stjórnmálamenn að líta í eigin barm og spyrja hvað hefur verið gert til að lina þjáningar atvinnulífsins á undanförnum mánuðum? Hér getur m.a. að líta það litla sem gert hefur verið.

Einhliða umræða um arðgreiðslur HB Granda er ódýrt lýðskrum og kosningahjal.


mbl.is Shell greiðir arð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Davíð Löve.

Svei mér þá. Ég finn lyktina af Árna Johnsen alla leið hingað.

Davíð Löve., 17.3.2009 kl. 17:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband