Er pundið sjúki maðurinn í Evrópu?

Áhrif fjármálakrísunnar á Íslandi og Írlandi teygja anga sína til Bretlands. Bankakerfið er á heljarþröm og verður vart bjargað nema með stórfelldum sameiningum og frekari eiginfjárinnspýtingu. Reyndar er spurning hvort pundið riði ekki endanlega til falls vegna vaxandi skulda breska ríkisins og lánshæfiseinkunn þess verði lækkuð.

Það eru ekki bara vondir skortsölumenn sem gera Bretum lífið leitt. Menn á borð við Jim Rogers hafa ráðlagt öllum að flýja Bretland hið snarasta og losa allar stöður í pundum. Gott ef Soros sé ekki sama sinnis.

Það gleymist í umræðunni að íslenskir bankar voru, þrátt fyrir stærð sína í hagkerfinu, með mun hærri eiginfjárhlutföll (CAD) en vestrænir bankar á góðæristímanum. Stóru bankarnir eins og RBS voru að keyra sig á lágum eiginfjárhlutföllum og súpa nú seyðið. Eftir því sem lengra líður frá íslenska bankahruninu verður deginum ljósara að fjármálakerfið og eftirlitsaðilar hérlendis voru hvorki verri né betri, hvað þá öðruvísi, en annars staðar.

 


mbl.is Skortsalar að hrella bresku bankana á ný?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband