Dýrkeypt reynsla

Krafa Deutsche Bank í þrotabú Kaupþings er gríðarleg þegar hún er sett í samhengi við aðrar stærðir, svo ekki sé talað um landsframleiðsluna. Þegar Kaupþing hafði hlaðið byssurnar með sameiningu við Búnaðarbankann árið 2003 var orðinn til risabanki á íslenskan mælikvarða. Fyrir aðeins sex árum, í árslok 2003 um það leyti er stórsókn bankanna hófst, nam efnahagsreikningur KB banka 560 milljörðum króna, eða ríflega 60% af þeirri kröfu sem Deutsche Bank fer fram á.

Þýskir bankar ganga blóðungir af velli eftir viðureign sína við íslenska fjármálakerfið sem þó hrundi. Gríðarlegir fjármunir soguðust frá Þýskalandi til íslensku bankanna en nú verður væntanlega mjög löng bið þar til að þýskir bankamenn hefja lánveitingar til Íslands á nýjan leik. Þetta verður sú harða lexía sem við fáum.


mbl.is Deutsche stærsti kröfuhafinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Eitthvað segir þetta manni að Deutsche bank hafi nú ekki verið sérstaklega góðir businessmenn. Banki, sem tekur svo tröllauknar áhættur i útlánum, getur ekki verið trausts verður. Kannski hefði bara verið betra fyrir þá að hafa hljótt um þetta klúður.  Að henda 900 milljörðum í loftbólu, sem var að springa samkvæmt öllum sólarmerkjum. Upphæð sem samsvaraði nokkrum landsframleiðslum heimalandsins.

Getur mað ekki með góðri samviku sagt: "They had it coming."

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2010 kl. 11:43

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

"Victims of their own stupidity." gæti það útlagst á útlensku. Hvernig skyldi það hljóma á þýsku?

Jón Steinar Ragnarsson, 22.1.2010 kl. 11:46

3 identicon

Þær eru trúlega margar lexíurnar sem við þyrftum að læra af "hruninu".

Jón Steinar kom með athugasemd sem mér fannst athyglisverð, svo, með fullri virðingu við hann, langar mig til að segja eftirfarandi::

"They had it coming" og " Victims of their own stupidity" myndi þá kannski vera hægt að heimfæra líka upp á okkur, sauðsvartan íslenskan almúgaann ( sem kusum yfir okkur stjórnmálamenn sem virðast ekki hafa verið neitt sérlega góðir stjórnmálamenn og skipuðu fólk, sem virðist ekki hafa haft sérlega mikla ábyrgðartilfinningar, í ábyrgðarstöður þjóðarinnar) ?

Þýskan mín er að mestu gleymd en hvernig myndir þú, Jón Steinar, snara "Victims of their own stupidity" yfir á Íslensku?

Sjálfskaparvíti er kannski hugsanleg þýðing ? Gæti það orð hugsanlega náð yfir flest þau vandamál sem íslenska þjóðin þarf að leysa en er málið þar með leyst?

Agla (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 13:02

4 identicon

It is never Iceland to blame......NEVER!

Fair Play (IP-tala skráð) 22.1.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband