Framleiðslan færist til Íslands

Stækkun á framleiðslu Actavis yrðu vafalaust með jákvæðari fréttum sem heyrst hafa í seinni tíð. Actavis er gríðarlega skuldsett fyrirtæki eftir yfirtöku Björgólfs Thors árið 2007 en samt sem áður virðist grunnrekstur fyrirtækisins ganga vel. Framtíð Actavis hvað snýr að eignarhaldi er óljós sökum mikillar skuldsetningar eigandans og hafa velta menn vöngum yfir hvað yrði um starfsemi félagsins á Íslandi yrði það tekið yfir af erlendum kröfuhöfum.

Þessar fréttir af Actavis vekja upp spurningar um hver staðan sé hjá Bakkavör sem upplýsti í fyrrasumar að fyrirtækið kannaði möguleika á að byggja upp nýja verksmiðju á Íslandi sem gæti skapað 500-750 ný störf. Niðurstaða hagkvæmnisútreikninga átti að liggja fyrir í lok sumars. Hvað er að frétta af því máli?

Augljóst er að framleiðslufyrirtækin horfa til láglaunalandsins Íslands.


mbl.is Mikil stækkun fyrirhuguð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Það væri óskandi að af verði, og er þá góð byrjun  úr kreppunni.

Helga Kristjánsdóttir, 4.1.2010 kl. 21:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband