18.12.2008 | 23:50
Er kominn botn í Baug?
Dómsstóll skipaði þá Kristján Jóhannsson lektor og Gunnar Þór Ásgeirsson endurskoðanda sem matsmenn. Fram kom í Viðskiptablaðinu í sumar að stefnt hafði verið að því að skila niðurstöðu haustið 2007 en tafir orðið. Síðast þegar ég vissi var enn beðið eftir matsgerðinni, fimm árum eftir að Baugur Group fór af markaði. Er ekki alveg kominn tími til að fjárfestar og almenningur fái að vita hvort Mundur hafi greitt sanngjarnt verð fyrir bréfin á sínum tíma? Hvað tefur eiginlega?
Ég fjallaði um þetta mál á sínum tíma í Deiglupistli (http://www.deiglan.com/index.php?itemid=3094) og benti á einkennilega þætti yfirtökunnar eins og viðskipti Mundar við Reitanfjölskylduna norsku.