Tekur Súperman við T-Wolves?

Það verða gleðitíðindi fyrir NBA-áhugamenn ef Kurt Rambis tekur við stjórnun Minnesota Timberwolves eins og sumir fjölmiðlar vestanhafs fullyrða. Rambis var sérkennilegur leikmaður sem var þekktur af yfirvaraskeggi, þykkum gleraugum og ódrepandi keppnishörku. Hann gat (eða reyndi) spilað vörn, sem fleytti honum langt í gullaldarliði Lakers á 9. áratugnum, en sóknarhæfileikarnir voru hins vegar litlir sem engir og þar átti viðurnefnið "Superman" varla við.

Ég man alltaf eftir ógleymanlegu atviki þegar Rambis var keyrður niður af Kevin McHale í NBA-úrslitunum 1984. Þetta hrottalega brot var að sumra mati ástæðan fyrir endurkomu og sigri Boston í einvíginu.

 

 

Það væri kaldhæðnislegt ef Rambis tæki við þjálfarastarfi Timberwolves af McHale sem var látinn taka pokkann sinn í sumar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband