Kennitalan hækkar um helming

Ríkissjóður finnur víða matarholurnar. Um síðustu áramót hækkaði kostnaður vegna stofnunar nýrra einkahlutafélaga um tæpan helming þegar gjaldið fór úr 88.000 kr. í 130.500 krónur. Þetta er ekkert smá hækkun! Gjaldskrá fyrirtækja- og hlutafélagaskrár tók jafnframt ýmsum öðrum breytingum. Hvernig rökstyður skattastjórnin góða þessa hækkun?

Þetta er auðvitað athyglisvert framlag til endurreisnar atvinnulífsins að ríkissjóður skuli gera þeim aðilum sem vilja stofna fyrirtæki erfiðara fyrir á þeim tímum þegar kannski ætti að örva fjárfesta til að skapa ný störf og verkefni. Fyrst ríkið ætlar að torvelda mönnum að stofna fyrirtækja hefði þá ekki verið eðlilegra að Alþingi hefði breytt lögum um einkahlutafélög og hlutafélög með því að hækka lágmarkshlutafé slíkra félaga og auka þannig ábyrgð fyrirtækjaeigenda eins og mikið hefur verið rætt um? Ráðherra hefur m.a.s. heimild til þess að breyta lágmarkshlutafé í samræmi við gengi evru.


mbl.is 106 fyrirtæki gjaldþrota í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þurfti að fara á skattstofuna um daginn að fá afrit af skattaskýrslu og komst að því að búið er að hækka verð fyrir útprentað staðfest afrit af skattaskýrslu kostar kr. 1500 í staðinn fyrir kr.200 eða kr. 400 í fyrra.

ýmsir þjónustuskattar/gjöld hafa hækkað mjög mikið hjá ríkinnu á s.l. mánuðum.

Held að þetta hafi ekkert með það að gera að núna sé dýrara að stofna ehf heldur er þetta bara hækkun á ölum gjöldum.

Þorsteinn Bjarki Ólafsson (IP-tala skráð) 30.4.2010 kl. 12:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband